English
Á forsíðu RED (lógó)

Forsíða Um RARIK Orkuþróun Verkefni á íslandi Verkefni erlendis Samstarfsaðilar Fréttir

Rarik Turkison Energy


RARIK Turkison Enerji (RTE) var stofnað árið 2008 í Tyrklandi, meginmarkmið fyrirtækisins er að vinna að verkefnum í Tyrklandi þá aðallega á sviði jarðvarma.
Eignarhluti RARIK Orkuþróunar ehf. í fyrirtækinu er 61,66% en auk þess á verkfræðistofan EFLA hf. 38,34% hlut.


Vestur- Tyrkland
Árið 2008 fékk RTE rannsóknarleyfi fyrir 3 svæði í Vestur - Tyrklandi í Salihli, Buldan og Saraköy alls um 20km2 að stærð. Leyfin fyrir Saraköy og Buldan runnu út haustið 2012 en RTE seldi Salihli leyfið til tyrknesks fyrirtækis í október sama ár.

 

Austur- Tyrkland
Árin 2009 og 2010 fékk RTE rannsóknarleyfi fyrir tvö samliggjandi svæði við rætur óvirka eldfjallsins Nemrut í Austur - Tyrklandi, hvort svæðið er um 50 km2 að stærð. Rannsóknarleyfin renna út í júní 2013 og hefur RTE sótt um nýtingarleyfi fyrir annað og er að framlengja hinu til júní 2014.
Rannsóknir sýna fram á að búast megi við um og yfir 200°C heitu vatni á svæðinu og því athugar RTE möguleika þess að koma upp jarðvarmavirkjun til raforkuframleiðslu ásamt hitaveitum fyrir nærliggjandi sveitarfélög á svæðinu. Ef nýtingarleyfi fæst verður farið út í frekari rannsóknir og rannsóknarborholur gerðar.

 

www.rarik-turkison.com.trSkjöl
RED | RARIK Energy Development    |    Dvergshöfði 2, 110 Reykjavík    |    Sími: 528 9000    |    Fax: 528 9009    |    info@red.is