English
Á forsíðu RED (lógó)

Forsíða Um RARIK Orkuþróun Verkefni á íslandi Verkefni erlendis Samstarfsaðilar Fréttir

Sunnlensk orka ehf


Forsaga

 

Þann 11. ágúst 1999 stofnuðu Rafmagnsveitur ríkisins (RARIK) og Eignarhaldsfélag Hveragerðis og Ölfuss ehf. Sunnlenska orku ehf. Er tilgangur félagsins að virkja jarðhita í og við Grændal, orkuframleiðsla og sala á orku.

 

Á árinu 1999 fékk RARIK rannsóknarleyfi til þriggja ára á 11km2 svæði í og við Grændal ofan Hveragerðis með fyrirheit um forgang að nýtingarleyfi. Við stofnun Sunnlenskrar orku ehf. sem RARIK átti 90% í (nú 100%) yfirtók fyrirtækið rannsóknarleyfið og hóf rannsóknir á svæðinu á árinu 1999.

Ósk Sunnlenskrar orku ehf. um leyfi til rannsóknarborunar og einkum veglagningu inn í dalinn var hafnað af Skipulagsstofnun og síðar umhverfisráðherra á árinu 2001. Heimild var hins vegar veitt til að bora fyrir mynni Grændals og nyrst á rannsóknarsvæðinu við Dalaskarðshnúk en endanlegur úrskurður þar kom ekki fyrr en 2004.

 

Árið 2003 lét Sunnlensk orka ehf. hreinsa nokkrar af átta holum sem boraðar voru í Ölfusdal um 1960 og var VGK verkfræðistofa fengin til að meta hvort unnt væri að nýta jarðhitavökvan til raforkuframleiðslu. Í greinagerð þeirra kom fram að hægt er að framleiða allt að 10 MW af raforku með vökva úr holunum.

 

Á árinu 2008 lét Sunnlensk orka ehf. gera athugun á því að framleiða raforku með einingum sem hægt er að fella mun betur að landslagi í Ölfusdal og virðist sú útfærsla einnig geta verið hagkvæmari.

 

Nýtt rannsóknarleyfi

 

Í febrúar 2006 sótti Sunnlensk orka ehf. um rannsóknarleyfi að nýju fyrir svæðið á grundvelli rannsóknaráætlunar sem byggði á niðurstöðum umhverfismats á árunum 2000 og 2001 og síðari rannsóknum. Þeirri umsókn var hafnað í júlí 2007 vegna vinnu við rammaáætlun.

 

Í mars 2010 var gefin út skýrsla um niðurstöður faghópa sem unnu að gerð rammaáætlunar 2. Þar kemur fram mun jákvæðari afstaða gagnvart Grændal en áður þar sem hann er m.a. talinn hluti af Hengilssvæðinu sem þegar hefur verið raskað.

 

Sunnlensk orka ehf. sótti því um rannsóknarleyfi að nýju í september 2010 og í janúar 2011 var fyrirhugað rannsóknarsvæði minnkað, því ekki þótti nauðsynlegt að bora við Dalaskarðshnúk. Eftir lögbundið umsagnarferli samþykkti Orkustofnun að veita Sunnlenskri orku ehf. sjö ára rannsóknarleyfi en það var gert þann 10. maí 2011.

Sunnlensk orka ehf. skilaði rannsóknarleyfinu til Orkustofnunar í árslok 2011.


Skjöl
Kort af Grændal

RED | RARIK Energy Development    |    Dvergshöfði 2, 110 Reykjavík    |    Sími: 528 9000    |    Fax: 528 9009    |    info@red.is