English
Á forsíðu RED (lógó)

Forsíða Um RARIK Orkuþróun Verkefni á íslandi Verkefni erlendis Samstarfsaðilar Fréttir

Tilgangur og markmið

Meginmarkmiðið með stofnun félagsins er að tryggja áframhaldandi vöxt og verðmætasköpun innan RARIK samstæðunnar. Mikilvægt markmið er einnig að skapa vettvang erlendis fyrir starfsmenn samstæðunnar svo og aðra íslenska sérfræðinga og stuðla þannig að útflutningi þekkingar á orkumálum og nýtingu umhverfisvænna orkulinda.


Í ljósi þess að RARIK hefur fyrst og fremst sinnt uppbyggingu og rekstri flutnings- og raforkudreifikerfa, lítilla og meðalstórra vatnsaflsvirkjana og hitaveitna er eðlilegt að þungamiðjan í starfsemi þessa nýja félags verði á þeim vettvangi. Þetta útilokar þó alls ekki aðild að stærri verkefnum eða þátttöku á tengdum verkefnasviðum, eins og t.d. vindorkuverum.

 

Ákveðið var að leggja félaginu til beina fjármuni í formi hlutafjár, en einnig hafa eignarhlutar í erlendum verkefnum sem RARIK er þátttakandi í, svo sem Blåfall Energi í Noregi, verið lagðir inn í félagið. Ennfremur hafa eignarhlutar í þróunarverkefnum innanlands verið lagðir inn í fyrirtækið t.d. í Sunnlenskri orku ehf.

 

Skjöl
Ársskýrsla 2007
Ársskýrsla 2008
Ársskýrsla 2009
Ársskýrsla 2010
Ársskýrsla RED 2011
Ársskýrsla RED 2012

RED | RARIK Energy Development    |    Dvergshöfði 2, 110 Reykjavík    |    Sími: 528 9000    |    Fax: 528 9009    |    info@red.is